Kaffið kemur frá Ilam og Gulmi, gróðursælum héröðum í austurhluta Nepal.Svæðin eru þekkt fyrir heimsklassa te, en eru núna einnig farin að vekja athygli fyrir hágæða Arabica-kaffi.Við vinnum við með vinabúgarði, sem lifir fyrir hugsjónir sínar um að koma afurðunni sinni af ástúð til kaffiaðdáenda.Baunirnar eru ræktaðar í 1.200–2.000 metra hæð yfir sjávarmáli, þar sem þær þroskast hægt undir skugga skógartrjáa, í lífrænt ríkri jörð. Kaffiræktin er í höndum smábænda og fjölskyldna, sem nota náttúrulegar aðferðir.Ræktunarafbrigðin eru aðallega Bourbon og Typica, sem eru þekkt fyrir djúpa og flókna bragðvídd og vaxa aðeins í völdum örloftslagsbeltum heimsins.Hver baun er handtínd þegar hún er fullþroskuð, síðan þvegin með tæru fjallavatni, látin gerjast, sólþurrkuð í bambusramma og handflokkuð með tilliti til alþjóðlegra gæða- og sérvöruviðmiða.Í bollanum finnur þú hreinan og jafnan keim með skörpum sýrum og meðalþéttu bragði. Bragðnótur má meðal annars rekja til blómailma, sitrusávaxta, steinalda, léttan kryddkeim, og mjúka tóna af mjólkursúkkulaði og ristuðum hnetum.Kaffið er marglaga en mildilegt.Bændurnir nota gömul lífræn kerfi: rotmassa, skuggaræktun, samræktun og náttúruleg varnarefni unnin úr jurtum. Jarðvegurinn er aldrei tæmdur, og hverri plöntu fylgt eftir í höndunum.Þetta er hægfara vinna – ekki keppni í magni, heldur allt er gert í sátt við náttúruna og samfélagið. Bændurnir fá beinan hlut í tekjunum, og markmiðið þeirra er einfalt: að sýna að Nepal getur skapað kaffibaunir í hæsta gæðaflokki með aðferðum sem raska engu heldur næra.Frá fjöllum Nepal til bollans sem gerir lífið betra.
Text